top of page

Öll lönd hafa mismunandi menningu og hefðir sem þýðir að þau hafa einnig mismunandi skilgreiningu á fegurð og eftirsóttu útliti. Í margar aldir hefur fólk gripið til ýmissa ráða til að vera fallegri og jafnvel hætt heilsu sinni í ferlinu. Það er mismunandi hvernig tískur tíðkast um heiminn.

Í Kína er í tísku að vera með ljósa húð og litla fætur. Í gamla daga gekk fólk svo langt að það braut saman fæturna á stúlkum til að gera þá minni. Þá áttu þær oft í erfiðleikum með að ganga sem var álitið sem merki um góðan efnahag. Í dag vill fólk í allri Asíu einnig vera sem hvítast og það passar sig á því að vera sem minnst í sólinni eða að minnsta kosti að hylja líkamshluta sem gætu orðið brúnir.

Í Eþíópíu er fólk, sérstaklega konur, með með ör þau fallegustu. Líkaminn á konum er skorinn til að mynda lítil ör þegar þær eru enn börn. Örin gera þær eftirsóttar meðal karlmanna og eiga að tryggja það að menn vilji giftast þeim í framtíðinni. Þessar hefðir eru algengastar meðal Bodi og Surma ættbálkanna í Eþíópíu, Nuer í Suður Súdan og Karamojong í Úganda.

Í Burma og Taílandi telur Kayan ættbálkurinn langa hálsa á konum merki um fágun. Frá fimm ára aldri bera konurnar þunga stálhringi um hálsin sem ýta öxlunum þeirra neðar og lengja þannig hálsinn á þeim. Í Taílandi er einnig í tísku að vera með ljósa húð eins og í Kína. Þar er erfitt að finna húðvörur sem innihalda ekki efni sem lýsa húðina.

Í Mauritaníu í Vestur Afríku eru konur í yfirþyngd fallegastar. Þar eru ungar stúlkur sendar í burtu frá foreldrum sínum í búðir þar sem þær eru neyddar til að borða til að koma þeim í yfirþyngd. Mjög sjaldgæft er að sjá konur í borginni að stunda líkamsrækt af einhverju tagi. Yfirvöld hafa nú áttað sig á hættunni sem þessi lífstíll ber með sér og eru að reyna að breyta þessu vihorfi.

ÚTLITSSTAÐLAR FRÁ MISMUNANDI HEIMSHORNUM

bottom of page