top of page

ÁTRÖSKUN & ANDLEG ÁHRIF ÚTLITSSTAÐLA

Verstu hliðar útlitsstaðla er þegar fólk telur mikilvægara að uppfylla þær kröfur sem samfélagið eða fólk í umhverfi þess setur, í stað þess að viðhalda góðri heilsu. Átraskanir eru helsta dæmið um það.
Lystarstol eða Anorexía er ein af algengustu tegundum átröskunar og einkennist hún af skorti á matarlyst neitun til að borða vegna hræðslu við það að fitna. Sjúklingarnir líta á sig sem ógeðslega og feita sem enginn gæti nokkurn tímann elskað. Þessi sjúkdómur er alfarið andlegur og hefur ekkert með líkama fólksins sem hrjáist af honum að gera þangað til fólk er orðið svo veikburða vegna næringarskorts að það getur ekki framkvæmt daglega hluti.

Búlimía eða Lotugræðgi er önnur tegund átröskunar. Búlimíu er hægt að greina í tvennta, önnur gerðin einkennist af miklu ofáti sem síðar er þvingað upp með því að æla, en hin þar sem aðilinn borðar lítið sem ekkert en ælir upp því litla sem hann hafði innbyrgt. Fyrir utan óhamingjuna og andlegu erfiðin sem Búlimía leiðir til geta innvortis blæðingar, sykursýki, magasár, nýrnaskemmdir, hjartsláttartruflanir, raskanir á tíðahring og lágur blóðþrýstingur einnig átt sér stað í kjölfar hennar fyrir utan hárlos og tannskemmdir.

bottom of page