top of page

HVAÐ ER FEGURÐ?

NÁTTÚRULEG FEGURÐ

Náttúruleg fegurð er fegurðin sem þú fæðist með og hefur án þess að hafa fyrir henni. Margir eru óánægðir með það sem þeir sjá í speglinum og vilja ólmir gera eitthvað til að breyta sér og líða betur með sig en sagan er þó oft önnur þegar búið er að ganga í gegn um langt ferli til að vera ánægðari með sig. Fólk trúir því gjarnan að líf þeirra muni breytast svakalega og að sjálfsmynd þeirra muni bætast en svo er ekki. Þegar fólk hefur farið og látið laga það sem angraði þau endist hamingjan mögulega í mánuð áður en þessi sama manneskja finnur eitthvað annað sem angrar hana því í rauninni kemur hamingjan að innan. Til að líða vel í eigin skinni þarftu að sætta þig við sjálfan þig og hugsa vel um líkama þinn

Svar úr könnuninni okkar við spurningunni "Hvað er fegurð?" sem hitti sko naglann á höfuðið:

"Að vera mjó með mikla vöðva, stór brjóst og stóran rass, þykkar varir, snjóhvítt bros osfv. Bara fullkomið útlit sem er verið að mata ofan í mann hverju sinni af fyrirtækjum um allan heim sem er ómögulegt að ná nema af einstökum útvöldum aðilum sem eru nær því að vera guðdómlegar verur en raunverulegar manneskjur. Svo má alltaf nota photoshop til að eyða öllum göllunum sem þú gætir hafa fæðst með." 
 

Við höldum oft að til þess að vera aðlaðandi fyrir þann sem við hrífumst af þurfum við að vera með stærsta rassinn og brjóstin, stærri vöðva en næsti maður en sannleikurinn er sá að útlitið er ekki það eina sem skiptir máli. Þegar talað er um aðlaðandi fólk er nánast alltaf átt við fallegt fólk. En þegar maður fer að kynnast fólki eru ákveðnir hlutir persónuleikans sem eru aðlaðandi eða óaðlaðandi. Hrokafullt, eigingjarnt eða dónalegt fólk er óaðlaðandi þó svo að mörgum finnist þau falleg í útliti. Kurteist, umhyggjusamt og gott fólk er aðlaðandi og eru það þau sem endast í samböndum sama hvernig útlit þeirra er. 

bottom of page