top of page

Ef þú skrollar niður instagram eða skoðar story á snapchat kemstu ekki hjá því að sjá að minnsta kosti eina auglýsingu. Alstaðar er fólk að auglýsa vörur sem eiga að betrumbæta líf okkar á einn eða annan hátt. Oftast eru þessar vörur útlits tengdar og eiga að fegra okkur á einhvern hátt. Tannhvíttunar tæki, kaffi sem á að grenna þig og gúmmíbangsar sem eiga að auka hárvöxt eru allt dæmi um vörur sem samfélagið reynir að selja okkur.
 

SAMFÉLAGSMIÐLAR

Við gerðum könnun sem við settum inn á tvo hópa á Facebook og við fengum yfir 700 svör. Þar spurðum við meðal annars hvaðan fólk fyndi fyrir mestum þrýstingi á að líta vel út og voru samfélagsmiðlar og netið lang algengasta svarið. 93% þeirra sem tóku könnunina voru konur og og þá lang flestar á aldrinum 16-19 ára. Við spurðum einnig hvort áhugi væri á því að fara í lýtaaðgerð af einhverju tagi og um 55% svöruðu játandi og af þeim vildu flestir láta laga brjóst, maga eða nef. 

Kyn

Aldur

Hefðir þú áhuga á því að fara í lýtaaðgerð ef möguleiki væri á því?

Hvaða lýtaaðgerð myndir þú vilja fara í?

Hér eru nokkur svör sem við fengum við spurningum okkar í könnunni og okkur fannst eiga vel við.

,,Hvað er fegurð?"

,,Fegurð kemur innan frá. Fegurð er persónuleikinn þinn. Allir hafa misjafnan persónuleika og eru því allir mismunandi, með mismunandi fegurð sem er jákvætt. Fegurð getur líka verið sú mannsekja sem þú ert. Vertu þú sjálf/ur því þú ert fallegust/fallegastur þannig."

 

,,Að mínu mati snýst fegurð aðallega um að fólki líði vel í eigin líkama og lífi, þá geislar af því."

 

,,Ekki kápan á bókinni heldur innihaldið."

,,Hljómar kannski klísjulegt en mér finnst fegurð klárlega koma að innan. Kannski í fyrstu dæmiru fólk á útlitinu en um leið og ég tek eftir því að aðlaðandi manneskja er leiðinlega eða dónalega þá finnst mér ekkert aðlaðandi við manneskjuna lengur. Fegurð er góðvild, samkennd, hjálpsemi og kurteisi."

bottom of page