top of page

HEILSA

Samkvæmt Hóprannsókn Hjartaverndar er offita einn af helstu völdum hjarta-og æðasjúkdóma. 
Þau hvetja fólk til að fara eftir BMI stuðlinum sem á að segja þér hvort þú sért í yfirþyngd eða  undirþyngd. Sá stuðull er að mestu leiti óáreiðanlegur þar sem hann fer ekki eftir líkamsvexti heldur þyngd. Hann segir að Hafþór Júlíus Björnsson, sé í yfirþyngd þó svo að hann sé einn sterkasti maður Íslands.
Þau halda því einnig fram að fita framan á kviði sé sú hættulegasta, en er hægt að halda einhverju svona fram? Þegar BMI er reiknaður er ekki tekið tillit til hvernig vaxtarlag manneskjunnar er, hvort að hún sé stórbeinótt og sterk eða smá og með meiri fitu. Manneskja með mikinn vöðvamassa getur verið jafn þung og manneskja í yfirþyngd en þau eru sögð hafa sama BMI massa því þetta er allt reiknað á sama hátt. Manneskja getur því verið afar heilbrigð og líkamlega hraust þrátt fyrir að hafa fitu á sér.

bottom of page