top of page

LÝTAAÐGERÐIR

Lýtaaðgerðir eru ekki nýtt fyrirbæri en þær hafa breyst mikið í gegnum árin. Þær hafa verið framkvæmdar alveg frá því 300 árum fyrir krist eða jafnvel fyrr. Á 18.öldinni tóku þær miklum framförum og þá var John Hunter uppi sem er oft kallaður Faðir Lýtaaðgerða. Hann var einn af bestu vísindamönnum og skurðlæknum síns tíma og uppgötvaði mikið sem hefur hjálpað þróun lýtalækninga.

Til eru tvær gerðir lýtaaðgerða, lýtaaðgerðir sem eru nauðsynlegar og þær sem eru ekki nauðsynlegar og kallast fegrunaraðgerðir. Fegrunaraðgerðir eru meðal annars brjósta-og rassstækkun, svuntuaðgerðir og tannréttingar í sumum tilfellum. Í rauninni allar þær aðgerðir sem breyta útliti þínu fyrir aukna fegurð. Fegrunaraðgerðir geta hjálpað fólki að líða betur í eigin skinni og auka sjálfstraust þeirra en oftar en ekki er tilfellið annað. Fólk heldur oft að ef það lætur laga það sem angrar það muni því líða betur en í raun er rót vandans innra með manneskjunni en ekki í því sem hann vildi láta laga. Fegrunaraðgerðir eru afar vinsælar hjá fræga fólkinu og til eru mörg dæmi um frægt fólk sem hefur ofnotað þann kost. Skiptar skoðanir eru á fegurðaraðgerðum. Mörgum finnst þær sniðugar og telja að þetta geri fólkinu sem gengst undir þær gott á meðan aðrir telja þær ónauðsynlegar og skilja ekki hvers vegna fólk fer í þær. Einnig segja margir þetta vera falskar upplýsingar og treysta því ekki að einu aukaverkanirnar séu örin sem þær skilja eftir.
 Nauðsynlegar lýtaaðgerðir eru af allt örðu tagi og eru þær framkvæmdar til að auka lífsgæði fólks eða losa þau við óþægindi. Dæmi um þær eru meðal annars brjóstaminnkun, græðing á brunasárum og húð ígræðsla en þær geta einnig verið fjarlæging á beinum sem vaxa óreglulega eða fjarlæging á krabbameinsvaldandi fæðingablettum.

 

FAÐIR LÝTAAÐGERÐA

John Hunter fæddist í Skotlandi árið 1728. Hann var yngstur af 10 börnum og ólst upp í Calderwood. Þrjú af systkinum hans dóu áður en hann fæddist vegna sjúkdóma. Hann flutti 21 árs til London í Englandi til bróður síns, William Hunter. William Hunter var líffærafræðikennari og John byrjaði sem aðstoðarmmaður hans við krufningar en var seinna farinn að kenna sjálfur. Bræðurnir voru ekki vinsælir meðal borgarbúa og voru meðal annars sakaðir um að drepa óléttar konur til þess að nota til krufninga.
John er þekktastur fyrir vísindalegar uppgötvanir sínar og uppgötvun á þróun  tanna. Hann vann mikið með bannvæna sjúkdóma og var það markmið hans að finna mótefni við algengustu sjúkdómunum. Hann dó árið 1793 vegna hjartaáfalls þá 65 ára að aldri. Hann vann Copley Medal árið 1787 og einnig er sjúkrahús í Newcastle Englandi skýrt í höfuðið á honum.

bottom of page