top of page

ÚTLITSSTAÐLAR

Útlitstaðlar eru kröfur um útlit sem samfélagið setur oft ómeðvitað. Við sjáum tónlistarmyndbönd, tímarit og sjónvarpsefni og í öllu þessu efni er fólk sem lítur út fyrir að vera fullkomið eða eins og samfélagið vill að það líti út. Þetta fólk hefur þó oftar en ekki látið laga eitthvað við útlit sitt eins og brjóst, rassa, varir og stundum ekki nema að lita á sér hárið. Við sem áhorfendur vitum ekki af öllu því sem þetta fólk hefur látið gera við sig og sjáum bara ,,fullkomið” fólk sem við ósjálfrátt berum okkur saman við. Þegar við berum okkur saman við þessi módel sjáum við okkur sem erum oftar en ekki andstæða við það sem samfélagið hefur kennt okkur að sé fallegt. Okkur á að finnast grannar, hvítar konur fallegri en aðrar og tanaðir, massaðir karlar eftirsóknarverðari, en þegar við lítum í spegil og sjáum manneskju sem er ekki með slétta húð, fullkomið hár né grannan og tónaðan líkama finnst okkur við ósjálfrátt ómerkilegri og ekki jafn mikils virði og þau.
 
Útlit þitt getur haft áhrif á ýmsa hluti eins og atvinnu, laun og hvernig litið er á þig af samfélaginu, Konur sem eru ljóshærðar, hávaxnar eða nota farða eru líklegri til að fá hærri laun heldur en aðrar konur í sömu vinnu. Það sama á við um fólk sem hreyfir sig mikið eða er talið fallegra en annað fólk. Feitt fólk getur því oft þurft að búast við lægri launum og minni líkum á að fá vinnu einungis vegna útlits þess en ekki menntun eða getu í þessari atvinnugrein. 
 
Það myndast oftast þráhyggja um útlit vegna dýrkunar á grönnum vexti en andúð á feitum. Fólki finnst það betra að vera undir meðalþyngd heldur en yfir henni þó það sé jafn slæmt. Samfélagið hefur fegrað það að vera of grannur.

Í kvikmyndabransanum er mikið um mismunun vegna útlits og feitt fólk á oftast erfiðara með að fá hlutverk heldur en grennra fólk. Feitir leikarar líkt og Melissa McCarthy og Jonah Hill hafa einungis fengið hlutverk sem þybbið fyndið fólk þar þar sem myndin gerir lítið úr þyngd þeirra og útliti. Til dæmis má nefna hlutverk Jonah Hill í myndunum 21 & 22 Jump Street. En nú eftir að þau léttust eiga þau mun erfiðara með að fá hlutverk. Svo dæmi sé tekið neyddist Jonah Hill til að bæta á sig 20 kílóum til að fá hlutverk í myndinni War dogs, en eftir hana tók hann sig til og losaði sig aftur við þessi 20 kíló.

bottom of page